Lífið

J.K. Rowling í hart við fyrr­verandi að­stoðar­mann

Breski rit­höfundurinn J.K. Rowling hefur höfðað mál á hendur fyrr­verandi að­stoðar­manni sínum. Fer fra á 24 þúsund pund en að­stoðar­manninum er gert að hafa keypt hluti með kredit­korti hennar án sam­þykkis.

J.K. Rowling. Fréttablaðið/Getty

Breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur höfðað mál á hendur fyrrverandi aðstoðarmanni sínum. Greint er frá á vef BBC. Þar segir að hin 35 ára gamla Amy Donaldson hafi haft umsjón með kreditkorti rithöfundarins, sem er hvað þekktust fyrir að hafa skrifað Harry Potter-bækurnar vinsælu.

Því hafi þó fylgt reglur og sakar Rowling Donaldson um að hafa brotið þær ítrekað með kaupum sem hún fékk aldrei samþykki fyrir. Greiðslur sem fóru í gegn þegar Donaldson var með kortið hafi til að mynda hljóðað upp á 823 pund í bakaríi, tæplega 1.500 pund í lúxuskertabúð og 1.636 pund á Starbucks.

Þá segir Rowling að Donaldson, sem sá um að verða við beiðnum Harry Potter-aðdáenda um varning tengdum galdrastráknum, hafi misnotað aðstöðu sína og hirt slíkt sjálf. Einnig hafi hún haft með sér erlendan gjaldeyri að jafnvirði átta þúsund pundum úr peningaskáp rithöfundarins.

Alls fer Rowling fram á að Donaldson greiði henni 24 þúsund pund til baka en það er jafnvirði rúmlega 3,8 milljóna króna. Donaldson neitar alfarið sök vegna málsins og segir Rowling engu hafa tapað.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Tíska

Hildur Yeoman í Hong Kong

Auglýsing

Nýjast

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Hef sofnað á ýmsum skrýtnum stöðum

Auglýsing