Kólumbíski tónlistarmaðurinn J Balvin er staddur hér á landi ef marka má Instagram færslur hans. Söngvarinn hefur verið duglegur að deila myndum frá ferð sinni eins og má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

Conociendo a Jose 🙏💙

A post shared by J Balvin (@jbalvin) on

Söngvarinn birti mynd af sér í Bláa lóninu og á hálendinu fyrir nokkru en hann skellti hann sér einnig í vélsleðaferð. Hann virðist njóta þess að slaka á í íslenskri náttúru og hafa rúmlega 2 milljónir fylgjenda líkað við færslu hans í Bláa lóninu.

J Balvin er gríðarlega vinsæll söngvari og rappari með rúmlega 35 milljóna fylgjendur á Instagram og eru færslur hans því góðar auglýsingar fyrir landið. Eitt þekktasta lagið hans er án efa I like it sem hann gerði í samstarfi við Cardi B en tónlistarmyndbandið hefur fengið meira en einn milljarð áhorfa.