Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann fékk heldur betur óþægilegt símtal í dag þar sem honum var tilkynn að þakið væri af rifna af heimilinu sínu.
„Sumir eru bara aðeins aðeins meiri jaxlar en aðrir. Í dag fékk ég upphringingu um að þakið væri að rifna af húsinu. Ég fjarri góðu gamni og næ hvorki í neyðarlínu né tryggingafélagið. Góð ráð dýr. Hvað gerir maður þá?,“ skrifar stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í færslu á Facebook.
Eiríkur hringdi í vin sinn Ivica Gregoric frá Króatíu sem hann segir vera „mikinn völund.
„Hann svarar ofan á einhverri bygginu langt fyrir ofan byggðina. Greini honum óðamála frá vandræðunum. Stóð ekki á svari: Eiríkur minn, hafðu engjar áhyggjur, ég redda þessum“ skrifar Eiríkur.
Hálftíma síðar sendir eiginkona Eiríks, Aino Freyja, honum mynd af viðgerðunum og þar má sjá Ivica og félaga hans vera að redda málunum.
„Mættur með alllt gengið með sér og málunum reddað. Hringdi aftur í Ivica til að þakka fyrir. Hann hló: Eiríkur minn, við erum vinir. Og já, Ivica, við erum vinir, og næst þegar þú þarft bráðnauðsynlega að redda ritgerð á allra síðustu stundu, þá bjarga ég því,“ skrifar Eiríkur sem deilir jafnframt myndinni á Facebook.