Stjórn­mála­fræðingurinn Ei­ríkur Berg­mann fékk heldur betur óþægilegt sím­tal í dag þar sem honum var tilkynn að þakið væri af rifna af heimilinu sínu.

„Sumir eru bara að­eins að­eins meiri jaxlar en aðrir. Í dag fékk ég upp­hringingu um að þakið væri að rifna af húsinu. Ég fjarri góðu gamni og næ hvorki í neyðar­línu né trygginga­fé­lagið. Góð ráð dýr. Hvað gerir maður þá?,“ skrifar stjórn­mála­fræðingurinn Ei­ríkur Berg­mann í færslu á Face­book.

Ei­ríkur hringdi í vin sinn I­vi­ca Gregoric frá Króatíu sem hann segir vera „mikinn völund.

„Hann svarar ofan á ein­hverri bygginu langt fyrir ofan byggðina. Greini honum óða­mála frá vand­ræðunum. Stóð ekki á svari: Ei­ríkur minn, hafðu engjar á­hyggjur, ég redda þessum“ skrifar Ei­ríkur.

Hálf­tíma síðar sendir eiginkona Ei­ríks, Aino Freyja, honum mynd af við­gerðunum og þar má sjá I­vi­ca og fé­laga hans vera að redda málunum.

„Mættur með alllt gengið með sér og málunum reddað. Hringdi aftur í I­vi­ca til að þakka fyrir. Hann hló: Ei­ríkur minn, við erum vinir. Og já, I­vi­ca, við erum vinir, og næst þegar þú þarft bráð­nauð­syn­lega að redda rit­gerð á allra síðustu stundu, þá bjarga ég því,“ skrifar Ei­ríkur sem deilir jafn­framt myndinni á Face­book.