Kepp­endur Söngva­keppninnar, í hljóm­sveitinni Dimmu á­samt söng­konunni Ívu tóku í dag magnaða á­breiðu af laginu „With or wit­hout you“ með írsku hljóm­sveitinni U2. Af­raksturinn glæsi­lega má sjá hér að neðan.

„Við vorum á RÚV í morgun að gera doldið, þegar við rákumst á IVU,
skrifa kapparnir í Dimmu á Face­book síðuna sína í dag. Dimma keppir með laginu sínu, „Al­myrkvi,“ í úr­slitunum á laugar­dag á meðan Íva mun flytja lagið sitt, „Ocu­lis Videre.“

„Það fylgir þessu brölti mikil bið, og á­kváðum við að prófa að gera eitt­hvað skemmti­legt saman. Við hóuðum í tækni­mann sem náði að festa þennan flutning á mynd­band.“

Sjón er sögu ríkari.