Höll leigu­morðingjans og tölvu­leikja­per­sónunnar Ezio Auditorie Di Firenze, sem gerði garðinn frægan í Assasins Creed II og statt er í Pi­stoia á Ítalíu er komið á sölu.

Þar er að sjálf­sögðu átt við húsið í raun­heimum en um er að ræða sögu­frægt sveita­setur frá 19. öld sem hannað er í ítölskum endur­reisnar­stíl. Húsið er byggt árið 1893 og er landar­eignin heiðar­legir 4,5 ferkílómetri.

Innan­hús­hönnun hússins var í höndum frægustu lista­manna Tos­cana héraðs á Ítalíu. Þar á meðal eru þeir Pietro Baldoncoli, Francesco Morini, Mariano Coppedé og Giu­seppe Michelucci.

Á landar­eign hússins er meðal annars að finna helli og gos­brunn en gos­brunnurinn er hannaður í anda hússins. Þá er þar jafn­framt að finna 80 metra langa sund­laug. Upp­sett verð fyrir eignina eru 17 milljónir evra, eða því sem nemur rúm­legum 2,6 milljörðum ís­lenskra króna.

Tvær vatns­lindir þjóna í­búum hússins sem engar á­hyggjur þurfa að hafa af vatns­skorti. Þá er glæsi­hýsið og landar­eignin stein­snar frá Flórens, eða í um 25 mínútna fjar­lægð.

Byggt á umfjöllun PriceyPads á Facebook.