„Þessi frábæra stelpa kom í heiminn 30.júní, degi fyrir settan dag, alveg stútfull af snilld.

Við foreldrarnir erum að springa úr hamingju og nýtum nú hvert augnablik í að stara á þetta litla meistaraverk,“ skrifar íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir í sameiginlegri Instagram-færslu með unnustuanum og atvinnukylfingnum, Haraldi Franklín Magnús í gær.

Stúlkan er þeirra fyrsta barn, en þau innsigluðu ástina einnig með trúlofun á meðgöngunni.