At­hafna­konan Tobba Marinós og Karl Sigurðs­son, söngvari Bagga­lúts, gengu í það heilaga á Ítalíu í gær. Hjónin héldu brúð­kaup sitt í ítölsku sveita­setri ná­lægt bænum San Servino í Marche héraði. Um er að ræða fá­farinn stað sem er nánast ó­snortin af ferða­manna­bransanum.

Brúð­kaupið var lítið í sniðum og voru gestir alls sex­tíu talsins en Tobba sagði, í við­tali við Stöð 2 í sumar, að að­eins nánustu vinum og fjöl­skyldu hafi verið boðið. Ríf­lega helmingur gestanna gisti síðan saman í glæsi­legu húsi, með sund­laug og fal­legu út­sýni.

Hér má sjá Tobbu Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni í blómaskrúðanum á Ítalíu.
Mynd/Instagram

Kampavín á hverju strái

Brúð­kaups­gestum var boðið upp á kampa­vín við komu sína í húsið en nóg var af búbblum í brúð­kaupinu. Að sögn Tobbu var mikið lagt upp úr því að nóg væri af girni­legum mat og ítölskum vínum á mat­seðlinum.

Stíll brúð­kaupsins var af­slappaður og ein­kenndust skreytingar af mestu leiti af blómum, sem settu svip sinn á um­hverfið. Hvítar, vín­rauðar og föl­bleikar rósir voru á hverju borði og búið var að fegra ítalska náttúruna með blóma­skara hvert sem litið var. Meira að segja brúðar­tertan var skreytt blómum.

Tobba hafði áður sagt, í téðu við­tali, að hún vildi ekki hafa mikið af plasti eða skreytingum sem væru slæmar fyrir um­hverfið í brúð­kaupi sínu.

Borðskreytingar voru voru fallegar og ekki var drykkjarúrvalið í verra lagi.
Mynd/Instagram

Guðdómleg brúðhjón

Karl bað Tobbu á jólatónleikum Baggalúts í Háskólabíó árið 2016. „Við erum allir ráðsettir menn og giftir, nema einn, svo ég var að spá: Tobba, viltu giftast mér?“ spurði Karl skömmu fyrir lok tónleikanna. Parið ferðaðist svo til Ítalíu á síðasta ári til að velja staðsetningu fyrir brúðkaupið sem fram fór í gær.

Allt leit út fyrir að gestir hefðu skemmt sér konung­lega og voru brúðar­hjónin al­sæl á svipinn. Tobba klæddist léttum hvítum og ljós­bleikum brúðar­kjól með blúndu­ermum sem fór ein­stak­lega vel við ljósu lokkana hennar. Karl var aftur á móti í dökk bláum jakka­fötum og ljósri skyrtu. Brúð­hjónin tóku sig vel út saman og voru stór­glæsi­leg að vanda.

Hér má sjá brúðhjónin að lokinni athöfn.
Mynd/Facebook
Tobba hafði sent myndir á undan sér til að sýna hvernig borðbúnaðurinn átti að vera.
Mynd/Instagram
Tobba alsæl á brúðkaupsdaginn í hópi vinkvenna sinna.
Mynd/Instagram
Húsið þar sem brúðkaupsgestir munu dvelja í viku er ekki af verri endanum.
Mynd/Instagram
Tobba virðist una sé vel á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni.
Mynd/Instagram
Dýrindisblóm settu svið sinn á hvern krók og kima brúðkaupsins.
Mynd/Instagram