Hér er á ferðinni Varúlfurinn í Svartaskógi sem er hrekkjavöku-ísdesert Omnom í ár.

„Innblástur okkar kemur frá hinni margrómuðu súkkulaðitertu frá Svartaskógi í Þýskalandi. Þessi ísdesert er algjört ævintýri fyrir bragðlaukana sem aðeins Grimmsbræður hefðu getað búið til,“segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðamaður hjá Omnom.

FBL Omnom 01.jpg

Varúlfurinn frá Svartaskógi hefur að geyma:

Mjúk súkkulaði brownie
Kirsuberja-balsamik sulta
Ferskur mjúkís

Varúlfurinn frá Svartaskógi verður fáanlegur í ísbúð Omnom til 1. nóvember næstkomandi í allri sinni dýrð.