Lífið

Ísraelskri Björk spáð sigri í Eurovision

Litríku og óvenjulegu framlagi Ísraela í Eurovision er spáð sigri. Söngkonan Netta Barzilai sigraði heimakeppnina með laginu "Toy" en útlit hennar minnir nokkuð á Björk.

Söngkonan Netta Barzilai syngur lagið "Toy" í Eurovision en útlit hennar minnir nokkuð á Björk. Fréttablaðið/Eurovision

Erlendir fréttamiðlar spá litríku og óvenjulegu framlagi Ísraela í Eurovision sigri í ár. Söngkonan Netta Barzilai sigraði heimakeppnina með laginu "Toy" en útlit hennar minnir nokkuð á Björk. Myndbandið við lagið er fjörugt og afskaplega litríkt nokkurskonar vel hræður kokkteill í anda söngkvennanna Katy Perry og Megan Trainor og þetta þykir sigurstrangleg blanda. 

Það er óhætt að segja að Netta hafi fengið útlit Bjarkar af plötuumslagi hennar Homogenic að láni. Fréttablaðið/Eurovision

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er augljós fyrirmynd Ísraelsku söngkonunnar Nettu sem ætlar sér stóra hluti með laginu Toy á sviðinu í Portúgal í maí. Búningur hennar minnir óneitanlega á plötuumslag Bjarkar á plötunni Homogenic sem kom út 1997 og sló í gegn um heim allan. 

Ef til vill kemur Bjarkar útlit ísraelsku söngkonunnar Nettu henni á sigurpall. Fréttablaðið/Getty

 Ísraelar hafa verið sigursælir í söngvakeppninni en þeir unnu fyrst árið 1978 með laginu A-Ba-Ni-Bi sem Íslendingar sungu sem Ég fer í bíó bara ber, ég fer í bíó bara ber með banana. Slagarinn sígildi Hallelúja kom Ísraelum á sigurpall árið eftir og árið 1998 var brotið blað í sögu söngvakeppninnar þegar söngstjarnan Dana International gjörsigraði heiminn með laginu Diva. Söngkonan var jafnframt fyrsta transkonan sem steig á svið í keppninni og hefur það breytt viðhorfi til keppninnar til frambúðar.

Ísraelarnir sækja einnig innblástur í myndbönd söngkonunnar Katy Perry eins og glöggt má sjá í myndbandi þeirra við lagið Toy. Fréttablaðið/Getty

Ísraelar hafa verið djarfir í lagavali sínu í keppninni og virðast luma á sigurstranglegri lagaformúlu og nú er spurningin hvort að lagið Toy komist á pall með öðrum vinningslögum Ísraela í Eurovision. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Geir Ólafs ætlar að fylla Frí­kirkjuna fyrir Ægi Þór

Lífið

Fjós hugsað sem sauna

Lífið

Hita upp fyrir Ísland – Nígería

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Ástfanginn Bieber

Kynningar

TREO – skjót verkun við mígreni og tilfallandi verkjum

Lífið

Lofar töfrandi og góðu partíi

Lífið

Hampaðu þínum eigin HM-bikar fyrir 5000 krónur

Lífið

Spilar nú á bragðlaukana

Fólk

„Sárt að hugsa að til séu vondar stjúpur“

Auglýsing