Netverjar fara mikinn eftir að ísraelski keppandinn tróð sér óboðinn inn í mynd á seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór í kvöld.

Blaðamaður Fréttablaðsins var í miðju viðtali á Túrkísdreglinum á mánudag, að ræða við söngkonu gríska framlagsins, Amöndu Georgiadi Tenfjord, þegar ísraelski keppandinn tróð sér inn í mynd og fór að ræða við hana um fötin sem hún var í. Viðtalinu lauk í kjölfarið.

Ísraelski söngvarinn, Michael Ben David, komst ekki áfram upp úr seinni undanúrslitunum í kvöld.