Í­sold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og sam­býlis­kona hennar, mann­fræðingurinn, Una Lind Hauks­dóttir, til­kynntu í dag um væntan­legan erfingja þeirra.

„Konur kynna með stolti nýja aðal­per­sónu í lífi sínu. Í ágúst­lok hyggst hún heiðra þær með nær­veru sinni. Fram að því mun hún/hann/hán halda á­fram að hafa það náðugt í kviði hjá þessari vinstra megin á mynd. Spenningurinn er auð­vitað slíkur að jörð er farin að titra,“ segja þær í til­kynningu sem þær birtu á Face­book í dag.

Á myndinn er Í­sold til vinstri og Una Lind til hægri en hún heldur á sónarmynd.