Tvö mynd­bönd sem sýna ævin­týri ís­lenskra sjó­manna hafa vakið gríðar­lega at­hygli á sam­fé­lags­miðlum undan­farnar vikur. Á öðru mynd­bandinu má meðal annars sjá þegar ógnar­stór há­karl kom í trollið og rass­skellti sjó­mann.

DV og út­varps­stöðin X-ið fjölluðu meðal annars um mynd­böndin í lok októ­ber og þá hafði annað þeirra fengið nokkrar milljónir á­horf­a á TikTok. Banda­ríska stór­blaðið New York Post fjallaði svo um málið í gær.

Það var sjó­maðurinn Jón Þórðar­son sem birti mynd­böndin og hlóð þeim upp á TikTok.

Í við­tali á X-inu á dögunum sagði Jón að skip­verjar hefðu verið á veiðum í septem­ber þegar þeir fengu bein­há­karl í trollið.

„Þeir geta orðið allt að 7,9 metrar. Þessi var svona í stærri kantinum, ég veit nú ekki ná­kvæm­lega hversu stór þessi var en hann var hel­víti stór alla­vega,“ sagði hann.

Jón sagði að hlutirnir hefðu gerst hratt og mark­miðið hafi að­eins verið að sýna lands­mönnum frá lífinu á sjónum.

„Svo er ég kominn með ein­hver 40 þúsund á­horf. Svo fer ég að hífa svo ég stekk upp í brú, það tekur ein­hvern hálf­tíma. Svo kem ég niður aftur og opna TikTok, þá voru komin 400 þúsund. Svo fer ég að sofa, þá eru þau 900 þúsund og svo vakna ég daginn eftir, þá eru komnar 4,7 milljónir.“

Það er skemmst frá því að segja að þegar þetta er skrifað er á­horfið á annað mynd­bandið komið í rúmar 32 milljónir. Tæp­lega milljón hafa séð hitt mynd­bandið – sem New York Post fjallar um – þar sem há­karlinn slær einn skip­verjana í rassinn með sporðinum.

Þá má í raun segja að Jón sé orðin hálf­gerð TikTok-stjarna, en fylgj­endur hans á þessum vin­sæla miðli eru nú 53 þúsund.

@jonthordar88

♬ Kickstart My Heart - Mötley Crüe
@jonthordar88

Got my ass kicked by a shark ##foryoupage ##fyp ##fypシ ##trawlerlife ##icelandicfisherman ##sealife ##icelandfishing ##shark #asswhooping

♬ original sound - Jón Þórðarson