Fólk

Íslenskur fatahönnuður vekur athygli

Jeanetta Friis Madsen og Thora Valdimarsdottir vöktu athygli á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Getty Images

Hefur þú heyrt um tískumerkið Rotate Birger Christensen? Ef svarið er nei ættir þú að gefa því gaum, segir á tískusíðum norska vefmiðilsins VG. Bent er á tískuvikuna í Kaupmannahöfn sem fram fór í lok janúar. Þar var meðal annars sýnd tískulína undir þessu nafni en hönnuðir eru Jeanetta Friis Madsen og Thora Valdimarsdottir.

Það er gaman að geta þess að Thora er af íslenskum ættum en hefur verið búsett í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Þóra, eins og hún heitir á íslensku, hefur gert garðinn frægan í tískuheiminum í Danmörku og í London. Rotate-merkið kom fyrst á markað í fyrra og hafa fötin náð miklum vinsældum. Hægt er að skoða úrvalið á vefversluninni rotatebirgerchristensen.com

Þóra stundaði á sínum tíma nám í tískuviðskiptafræði við University of the Arts London. Um tíma starfaði hún sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Freistandi konudagsréttir

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Fólk

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Upplifa enn mikla skömm

Auglýsing