Íslendingar sem velta því fyrir sér að skella sér í helgarferð út á land gætu þurft að eyða aleigu sinni í gistingu á óskastaðnum en verðið á gistingu er nú í hæstu hæðum, og eflaust hærra en sést hefur áður.

Fréttablaðið vafraði um á heimasíðu AIRBNB í vikunni og tók saman nokkrar athyglisverðar eignir sem hægt er að taka á leigu næstu helgi, 8-10 júlí. Til samanburðar voru teknar saman eignir á svipuðu verði víðsvegar um heiminn.


Sól á Egilstöðum eða á Grikklandi

Þeir Íslendingar sem vilja vera öruggir um gott veður munu að öllum líkindum vilja leita sér eigna á Egilsstöðum sem státar oftar af bongóblíðu en aðrir áfangastaðir á landinu. Þar er meðal annars að finna þessa íbúð sem hægt er að leigja fyrir 900 evrur eða 125 þúsund krónur fyrir eina nótt eða 250 þúsund fyrir helgina.


Þó er eflaust líka hægt að finna gott veður á eyjunni Tinos nálægt Grikklandi þar sem hægt er að fá þessa glæsilegu eign fyrir sama verð.Bifröst eða Barcelona

Borgarfjörður er fallegur staður sem vert er að heimsækja. Þessa íbúð sem stendur nálægt Bifröst má leigja fyrir 498 evrur eða 69.600 krónur fyrir nóttina. Sérstaklega er tekið fram að eigninn sé ein af fáum í nágrenninu sem inniheldur frí bílastæði.Fyrir svipað verð er þó einnig hægt að leigja þessa glæsilegu eign sem stendur rétt hjá Barcelona. Sú eign inniheldur einkasundlaug ásamt því að hafa frítt bílastæði.

En spurning er þá: Bifröst eða Barcelona? Lesendur verða að dæma fyrir sig sjálfir.Sérherbergi á Selfossi eða Sikiley

Það er gott að geta skellt sér í sund í sumarhitanum og geta þannig kælt sig ef hitinn verður of mikill. Þetta sérherbergi á Selfossi segir að þetta sé ein fárra eigna með sundlaug. Þá vísar hún líklegast til Sundhallar Selfoss sem er vissulega frábær sundlaug.Fyrir aðeins minna verð væri þó til dæmis hægt að leigja sér herbergi í Giardini Naxos á Sikiley. Þar er einnig boðið upp á sundlaug sem hægt er að dýfa sér í og stendur rétt við herbergisdyrnar.Kópavogur eða Como

Meðal þeirra gistirýma sem standa til boða er herbergi í Kópavogi sem auglýst er sem „húsið við vatnið“ en verðið á nóttinni þar er í kringum 587 evrur eða rúmlega 80 þúsund krónur.

Í þessari eign sem auglýsir pláss fyrir 6 gesti stendur gestum til boða að gista saman í tveimur herbergjum en þurfa þó að deila klósetti með húsráðanda.Töluvert betri díl væri þó hægt að gera með því að bóka herbergi við annað stöðuvatn sem ber nafnið Lake Como á Ítalíu. Rétt eins og í Kópavogi, er hægt að fá ókeypis bílastæði við Como.Við sjóinn á Húsavík eða Feneyjum

Lífið við við Húsavíkurhöfn er engu líkt, veðrið milt og hvalir við hvert fótmál. Meðal fárra viðkomustaða sem gætu keppt við þennan einstaka stað eru Feneyjar á Ítalíu. Enda hefur komið hefur í ljós að ferð á gistingu er svipað á þessum einstöku áfangastöðum. Við mælum með þessari fallegu risíbúð miðsvæðis á Húsavík. Verðið er rúmar 53 þúsund krónur fyrir nóttina eða 125 þúsund með þjónustugjöldum fyrir heila helgi.

Risíbúð á Húsavík


Fyrir aðeins minna verð væri þó til dæmis hægt að leigja þessa íbúð á besta stað í Feneyjum. Hægt er að sitja við canalinn í íbúðinni sem er glæsilega innréttuð í stíl þeirra Feneyinga.Svartir sandar eða hvítir

Reynisfjara hefur löngum verið vinsæll áfangastaður ferðamanna og eru eflaust margir sem myndu vilja dvelja nálægt svörtu ströndinni. Það er hægt fyrir 225 evrur eða 31.446 krónur á nóttinaí þessum snotra bústað.


En það er líka hægt að hugsa sér að dvelja á einkaströnd í Króatíu þrátt fyrir að sandurinn þar sé því miður hvítur en ekki svartur. Þess má geta að þetta slot er einnig auglýst til sölu og fólk sem vafrar á fasteignavefjum í leit að sumarbústað í Munaðarnesi, á fleiri kosti í stöðunni.Íslensk sveit eða portúgölsk

Það er enginn sveitaskortur á Íslandi og víða hægt að fá lítil og krúttleg slot. Litli Hóll er 15 fermetra viðarkofi í útjaðri Seyðisfjarðar. Eins og sjá má er hann meira en lítið krúttlegur og fæst á góðum kjörum, eða 139 evrur nóttina eða tæpar 20 þúsund krónur.


Fyrir aðeins lægra verð er hægt að leigja villu í portúgalskri sveit, skammt frá spænsku landamærunum. Þótt villan tapi fyrir Litla Hól þegar kemur að nálægð við sjó, bætir hún það upp með sundlauginni.