Rithöfundinum J.K Rowling hefur í­trekað verið boðið að setjast upp í nýjasta strætis­vagn Strætó bs. sem til­einkaður er trans­fólki og bar­áttu þeirra. Þetta má sjá á sam­fé­lags­miðlinum Twitter en rit­höfundurinn hefur í­trekað talað gegn trans fólki.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í dag er rit­höfundurinn nú stödd hér á landi. Hún siglir á glæsi­snekkju sinni um­hverfis­landið og heim­sótti á dögunum Hólma­vík á Vest­fjörðum.

Í júní síðast­liðnum lét rit­höfundurinn gamminn geysa um málið á sam­fé­lags­miðlinum Twitter. Þar hneykslaði hún sig meðal annars á orð­notkun um fólk sem fer á blæðingar í grein sem fjallar um að­gengi fólks að hrein­lætis­vörum.

„Fólk á blæðingum. Ég er viss um að það hafi verið til orð yfir það fólk. Ein­hver að hjálpa mér hérna,“ skrifaði rit­höfundurinn. Hún lét fylgja með nokkur orð sem líkjast orðinu „kona“ á ensku. Hún var harð­­lega gagn­rýnd í kjöl­farið en hélt sig við sína skoðun, að kyn væri líf­fræði­legt.

Ljóst er að ís­lenskir net­verjar hafa ekki gleymt um­mælum rit­höfundarins.

„Hey J.K Rowling ef þú kemur við í Reykja­vík á ferða­laginu um Ís­land, skaltu fara í besta strætis­vagninn,“ skrifar Björn Frið­geir Björns­son á ensku, merkir rit­höfundinn og snarar færslu Strætó frá því í gær með trans­vagninum við.

„Getum við sent nýja trans­strætóinn vestur núna strax?!“ spyr notandinn dauður og vitnar í frétt Vísis, sem unnin er upp úr frétt Frétta­blaðsins um komu rit­höfundarins.

„Rowling er á Ís­landi á aðal degi hin­segindaganna. Þetta á að vera bannað,“ skrifar Ólöf Bjarki. „Verst að hún fékk ekki far með stræ­tónum,“ svarar Ingi­björg E Sveins­dóttir henni og lætur fylgja með blikk­kall.

„Er ein­hver manneskja á Hólma­vík sem getur gert "terfs not welcome" skilti og sýnt henni?“ spyr Oktavía Hrund og vísar þar til hug­taks sem sam­kvæmt Wiki­pedia á við um femín­ista sem styðja út­skúfun trans fólks.

Þegar hún er spurð hverja hún eigi við segir Oktavía á ensku að það sé sú „sem ekki megi nefna“ og vísar þar til orð­ræðu um ill­mennið Voldemort í Harry Pott­ter bókum höfundarins.