Will Smith var ekki sáttur við grín Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni um eiginkonu hans og rauk upp á svið og rak Rock vænan kinnhest sem heyrðist um víða veröld.

Hér á Fróni eru til margir frægir kinnhestar þótt enginn sé frægari en sá sem Hallgerður langbrók rak Gunnari.

Fréttablaðið/Anton Brink

Björk í Auckland

Björk Guðmundsdóttir hafði litla þolinmæði fyrir því þegar nýsjálenski ljósmyndarinn Glenn Jeffrey tók myndir af henni á flugvelli í Auckland árið 2008. Hún reif bolinn utan af Jeffrey sem sat sár eftir og vældi mikið undan aðförum Bjarkar.

365 / Gt. Ve

Svaraði háðsglósu

Albert Guðmundsson sló tönn úr Einari Ólasyni ljósmyndara á níunda áratug síðustu aldar þegar Albert fundaði um stofnun Borgaraflokksins. Samkvæmt frásögn DV mun Einar hafa skotið háðsglósu að Albert sem heilsaði að sjómannasið.

Kinnhestur frá handrukkara

Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndamógúll Íslands, fékk vænan kinnhest á Ölstofunni 2005 frá sjálfum Annþóri Karlssyni, sem þá var sagður hættulegasti handrukkari landsins. Samvkæmt frásögnum fjölmiðla um málið var Friðrik að rífast við ókunnan mann sem átti ljóshærðan vin sem lækkaði róstann í leikstjóranum. Sá vinur var Annþór.

© Frétt ehf / Vilhelm Gunnarsson

Öryggismál eru ekkert grín

Árni Johnsen hefur oftar en góðu hófi gegnir komist í fjölmiðla fyrir kinnhesta. Hann rak Karli Olsen vænan kinnhest 1984 í Stýrimannaskólanum sem vakti á þeim tíma þjóðarathygli.

Allt í beinni

Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson löðrungaði fjölmiðlamanninn Gulla Helga í beinni útsendingu í Ísland í bítið árið 2004. „Þetta var helvíti fast,“ sagði Gulli við DV en hann hafði opnað viðtal með forsíðufrétt DV þar sem stóð: Kristján laug.

AFP / ANDY BUCHANAN

Dýrasti kinnhestur sögunnar

Fáir hafa greitt hærra verð fyrir kinnhest en Gunnar okkar á Hlíðarenda. Hallgerður langbrók gat ekki fyrirgefið manni sínum þá svívirðu að löðrunga hana í vitna viðurvist. Þegar hann barðist fyrir lífi sínu, mörgum árum síðar, neitaði hún honum um hárlokk eftir að bogastrengur hans brast. „Þá skal eg nú, muna þér kinnhestinn og hirði eg aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur,“ sagði hún og lét svo Gunnar lífið.