Flestum ís­lenskum júró­vi­sjón nördum finnst Our Choice í flutningi Ara Ólafs­sonar vera slakasta fram­lag Ís­lands í Euro­vision söngva­keppninni. Þetta má sjá í skoðana­könnun á Face­book hópnum Júró­vi­sjón 2022.

Þar leiðir Our choice, sem var Euro­vision fram­lag Ís­lands árið 2018, með 204 at­kvæðum. Lagið fékk 15 stig frá dómurum, núll frá á­horf­endum og lenti í 19 sæti í undan­úr­slitum, níu sætum frá því að komast á­fram. Þrátt fyrir það var al­þjóð sam­mála því að hinn kornungi Ari hefði staðið sig með stakri prýði uppi á sviði við flutning lagsins.

Í öðru sæti yfir slökustu fram­lög Ís­lands í Euro­vision að mati ís­lenskra nörda með 98 at­kvæði er lagið Sjúbí dú, í flutningi Önnu Mjallar frá árinu 1996. Lagið endaði í 13 sæti með 51 stig fyrir tíma for­keppna.

Daníel Ágúst hreppir svo þriðja sætið að mati júró­nördanna með 53 at­kvæði fyrir lagið Það sem enginn sér. Hann keppti fyrir Ís­lands hönd í keppninni árið 1989 og lenti í 22. sæti með núll stig.

Næst á eftir sam­kvæmt nördunum er María Ólafs með lagið Un­bro­ken frá árinu 2015 og Two Tricky með lagið Angel frá árinu 2001. Un­bro­ken er með 42 at­kvæði en það komst ekki á­fram í aðal­keppnina á meðan Angel, sem endaði í síðasta sæti og svipti Ís­land þátt­töku­rétti 2002, fékk 37 at­kvæði.

Önnur fram­lög sem komast á blað, þó með tölu­vert færri at­kvæði eru Ég á líf með Ey­þóri Inga, sem var fram­lag Ís­lands 2013, það hlaut 22 at­kvæði Júró­nörda, sem og Congra­tulations með Silvíu Nótt frá árinu 2006 en það er með 20 at­kvæði.