Hrafnhildur Arnardóttir er fulltrúi Íslands í Feneyjartvíæringnum í ár og sýnir verk sitt, Chromo Sapiens, í íslenska skálanum á listahátíðinni. Feneyjartvíæringurinn er ein virtasta listahátíð heims og hefur verið haldin annað hvert síðan 1895.

Hrafnhildur notar hár til að skapa þrívíð listaverk. Gangandi gestir í Feneyjum verða því umluktir hári í verki Hrafnhildar og geta hlýtt á tónverk eftir HAM sem spilað er stöðugt í gegnum innsetninguna.

Hrafnhildur í Meilansborg fyrir Moncler Genius Show.
Getty images

Hrafnhildur segir húmor gegna stóru hlutverki í verkum sínum og endurspeglast það í notkun hennar á miklu magni marglits gervihárs sem er fjöldaframleitt fyrir trúðahárkollur.

Hún hefur unnið með listamönnum frá öllum heimshornum og hannaði meðal annars hjálm úr hári fyrir tónlistarkonuna Björk fyrir plötuumslag Medúlla. Árið 2008 starfaði Hrafnhildur með listahópnum a.v.a.f að verki fyrir framhlið samtímalistasafnsins MoMA.

Chromo Sapiens hefur sannarlega slegið í gegn og hafa netverjar verið duglegir deila myndum frá íslenska skálanum sem Hrafnhildur hefur breytt í nokkurs konar dropasteinshelli úr hári.

View this post on Instagram

Our Head of Arts Development Rachael McNabb, Researcher Diana Juris and Managing & Cultural Director Sherry Dobbin are in Venice for @labiennale, and one of their first stops was the @icelandicpavilion. The Icelandic Pavilion invites Homo Sapiens to become­ Chromo Sapiens at the 58th La Biennale di Venezia! @shoplifterart / Hrafnhildur Arnardóttir represents Iceland at the 2019 Venice Biennale with a large-scale installation called 'Chromo Sapiens' curated by Birta Guðjónsdóttir. @LaBiennale @GudjonsdottirBirta⠀ .⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ #Shoplifter #ChromoSapiens#IcelandicPavilion2019#ChromoSapiens #BiennaleArte2019#HairAsArt #IcelandicArt#InspiredbyIceland #ShoplifterArtist#HrafnhildurArnardottir#HrafnhildurArnardóttir#IcelandicPavilion⠀⠀⠀

A post shared by Futurecity (@futurecityblog) on