Ís­lenski Euro­vision-hópurinn er lagður af stað í keppnis­höllina í Tel Aviv þar sem hið mikil­væga dómararennsli mun fara fram í kvöld. At­kvæði dóm­nefndar gilda fimm­tíu prósent á móti síma­kosningu í keppninni.

Hópurinn lagði af stað laust fyrir klukkan ellefu að ís­lenskum tíma í keppnis­höllina, þó dómararennslið fari ekki fram fyrr en í kvöld, því fyrst fer fram búningarennsli og í fram­haldinu blaða­manna­fundur.

Búningarennsli, blaðamannafundur og dómararennsli er á dagskrá hjá hópnum í dag.
Fréttablaðið/Ingólfur Grétarsson

Ís­lendingum hefur verið spáð nokkuð góðu gengi í keppninni, en hins vegar er erfitt að spá fyrir um niður­stöður dóm­nefndarinnar, enda er al­mennt mikill munur á at­kvæðum dóm­nefndar og síma­kosningu. Hvert land á full­trúa í dóm­nefnd, og eru full­trúarnir 205 talsins. Niður­stöðurnar verða ekki gerðar ljósar fyrr en að aðal­keppninni lokinni.

María Ólafs­dóttir, Hrafn­hildur Hall­dórs­dóttir, Ör­lygur Smáðri, Jóhann Hjör­leifs­son og Lovísa Árna­dóttir eru full­trúar Ís­lands í dóm­nefndinni.