Daði og Gagna­magnið og ís­lenska fylgdar­liðið komu heim frá Hollandi í dag eftir magnaðan árangur í Euro­vision. Eins og kunnugt er endaði Ís­land í 4. sæti sem er einn besti árangur okkar í keppninni frá upp­hafi.

Ís­lenski hópurinn þurfti vitan­lega að gangast undir skimun við komuna til landsins og var tölu­verð bið í flug­stöðinni eftir því, sam­kvæmt upp­lýsingum Frétta­blaðsins.

Engin skipu­lögð mót­taka var vegna komu hópsins í ljósi að­stæðna og hélt hópurinn beint út í rútu þar sem við tekur sótt­kví. Hópurinn virtist þó glaður að vera kominn heim eins og með­fylgjandi myndir bera með sér.

Árný Fjóla Ásmundsdóttir var sátt.
Mynd/Valli
Gísli Marteinn Baldursson fór venju samkvæmt á kostum í lýsingum sínum frá keppninni.
Mynd/Valli
Hópurinn þarf að lúta sömu reglum og allir aðrir komufarþegar.
Mynd/Valli
Fjórða sætið var niðurstaðan í gær sem er besti árangur Íslands í keppninni frá árinu 2009.
Mynd/Valli
Mynd/Valli