„Það er að eiga sér stað bylting á þessum kynferðis og tilfinningavettvangi,“ segir Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir prófessor um ástandið á ástarlífsmarkaðnum í þættinum Undir yfirborðið í kvöld þar sem hún kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar á tilhugalífi fráskildra framakenna.

Í rannsókn Berglindar kemur meðal annars fram að konur eru að læra að vernda ástarkraftinn sinn og njóta erótísks unaðar í tilhugalífinu án þess að verða fyrir ástararðráni.
Tinder spilar stóra rullu á ástarflífsmarkaðnum og nú sækjast konur gjarnan eftir erlendum vonbiðlum sem uppfylltu betur viðmið um ástarverðuga og spennandi karlmenn.
Meira um markaðsvæðing tilfinningalífsins og afbygging langtímasambanda í Undir yfirborðið í kvöld kl. 19:30