„Það er að eiga sér stað bylting á þessum kyn­ferðis og til­finninga­vett­vangi,“ segir Dr. Berg­lind Rós Magnús­dóttir prófessor um á­standið á ástar­lífs­markaðnum í þættinum Undir yfir­borðið í kvöld þar sem hún kynnir niður­stöður nýrrar rann­sóknar á til­huga­lífi frá­skildra frama­kenna.

Skjáskot/Hringbraut

Í rannsókn Berglindar kemur meðal annars fram að konur eru að læra að vernda ástar­kraftinn sinn og njóta erótísks unaðar í til­huga­lífinu án þess að verða fyrir ástararð­ráni.

Tinder spilar stóra rullu á á­star­f­lífs­markaðnum og nú sækjast konur gjarnan eftir er­lendum von­biðlum sem upp­fylltu betur við­mið um ástar­verðuga og spennandi karl­menn.

Meira um markaðs­væðing til­finninga­lífsins og af­bygging lang­tíma­sam­banda í Undir yfir­borðið í kvöld kl. 19:30