Stefnu­móta­þátta­röðin Tinder laugin verður frum­sýnd á vef Frétta­blaðsins í lok nóvember en höfundur og þáttar­stjórnandi er engin önnur en sam­fé­lags­miðla­stjarnan Lína Birgitta Sigurðar­dóttir. Lína leitar nú af kepp­endum sem vilja freista gæfunnar og finna drauma makann sinn. Hún sótti inn­blástur í Djúpu laugina, stefnu­móta­þætti sem nutu mikilla vin­sælda á Skjá einum á sínum tíma, en Lína segir nýju þættina þó taka mið af því sem er að gerast í stefnu­móta­senunni í dag.

„Þetta verður í raun eins og Djúpa laugin með Tinder í­vafi,“ segir Lína í sam­tali við Frétta­blaðið. Þættirnir verða settir upp þannig að, líkt og í Djúpu lauginni, verður einn spyrill og þrír kepp­endur sem keppast um að vinna stefnu­mót með því að svara spurningum um per­sónu­leika sinn.

Ekki alveg blint stefnu­mót

Það sem er er frá­brugðið við upp­haf­legu þættina er að spyrillinn verður búin að velja kepp­endur sína fyrir­fram. „Eins og á Tinder fær sá sem spyr spurninganna að velja eða „swi­pe-a“ milli nokkurra ein­stak­linga áður en þau stíga á svið. Þannig þetta verður ekki alveg eins blint stefnu­mót og áður.“

Það liggur þó á huldu hver af kepp­endunum þremur svarar hverju sinni. „Fyrst dæma þátt­tak­endur eftir út­liti, eins og á Tinder, og síðan eftir per­sónu­leika eða eftir því hvernig kepp­endur svara spurningunum,“ segir Lína sem kveðst vera að tryllast af spennu yfir komandi frum­sýningu.

Lína Birgitta bætir nú við sig enn einu starfsheitinu en fyrir er hún einkaþjálfari, förðunarfræðingur og stílisti.
Mynd/Instagram

Gríðar­legur á­hugi

„Ég er strax búin að finna fyrir svaka­legum á­huga frá fólki,“ segir Lína og bætir við að að­eins séu liðnir ör­fáir klukku­tímar síðan hún birti mynd­band þar sem hún óskaði eftir fólki sem vill koma sér á fram­færi á sam­fé­lags­miðlum og vonandi finna ástina í leiðinni. „Það eru ó­trú­lega margir búnir að deila mynd­bandinu á mjög stuttum tíma.“

Ljóst er að að­dá­endur Djúpu laugarinnar eru búnir að bíða spenntir eftir fram­haldi síðan þátturinn lauk göngu sinni árið 2004. Að­spurð segist Lína þó ekki hafa fengið hug­myndina fyrr en í kringum síðustu ára­mót. „Ég fékk þessa flugu bara allt í einu í hausinn og í sam­starfi við um­boðs­mann minn negldi ég í að fram­kvæma hana.“

Ban­eitraður kok­teill

Eftir­vænting sam­fé­lags­miðla­not­enda hefur ekki látið á sér standa og keppist fólk nú við að hvetja vini sína til að taka þátt. „Þetta er alveg spennandi, ég meina Djúpa laugin var alltaf frá­bær og núna er Tinder alveg búið að taka við, svo þessi kok­teill verður ein­hver sturluð sam­blanda af þessu tvennu,“

Allir ein­hleypingar landsins eru hvattir til að taka þátt óháð kyn­hneigð. „Það skiptir ekki máli fyrir hvort kynið þú ert, svo ef að þú ert á lausu, eða í opnu sam­bandi, þá endi­lega sendu inn um­sókn og vertu með.“ Sam­fé­lags­miðla­þátturinn býður kepp­endum þó ekki að­eins upp á mögu­leikann að finna ástina heldur fá þátt­tak­endur einnig verð­laun fyrir að komast á­fram. Á­huga­samir geta sent um­sókn á tinder­laugin@gma­il.com.

View this post on Instagram

Okay ég tryllist! Þá er loksins komið að því að deila nýjasta verkefninu mínu með ykkur 🙌 Ég er að byrja með þátt sem heitir “Tinder Laugin” sem snýst aðalega um að hafa gaman og mögulega finna drauma makann 😏 Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt og vera með sem keppendur geta sent létta umsókn á tinderlaugin@gmail.com! Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá mun þetta vera léttur og skemmtilegur þáttur sem snýst aðalega um að skemmta sér og hafa gaman 💃 Allir þeir keppendur sem verða með fá klikkaðslega flotta vinninga og shoutout á grammið sitt! Ef þú ert eða þekkir einhvern sem er á lausu þá skora ég á þig að sækja um 👌 Ps. Endilega deilið gleðinni áfram! @tinderlaugin #tinderlaugin

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on