Íslenskur miðaeigandi í Víkinglottó vann tíu milljónir í dag en hann vann 2. Vinning. Fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá að miðinn hafi verið keyptur í Mini Market í Reykjanesbæ en vinningshafinn deildi öðrum vinningi með vinningshafa í noregi.

Fyrsti vinningur fór til miðaeigandi í Litháen sem hafði heppnina með sér en hann var einn með 1. vinning og fær því vinning upp á rúmlega 826 milljónir.

Einn var með allar réttar tölur og í réttri röð í Jóker og fær hann 2 milljónir í vinning, miðinn var keyptur í Hagkaup, Skeifunni í Reykjavík.

Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 5.999