Einn heppinn Ís­lendingur vann 9,5 milljónir í EuroJack­pot í kvöld.

Í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá kemur fram að enginn hafi unnið fyrsta vinning sem var um sjö milljarðar ís­lenskra króna og að alls hafi 16 ein­staklingar frá Þýska­landi, Eist­landi og Ung­verja­landi hlotið um 22 milljónir á mann.

Svo voru ein­staklingar frá sex löndum, þar á meðal einn frá Ís­landi, sem hlutu þriðja vinning sem var 9.546.760 ís­lenskar krónur á mann. Alls voru það sautján manns.

Þá unnu tveir 100 þúsund krónur í Jóker­tölunum á Ís­landi.