Ljónheppinn Íslendingur vann annan vinning í Víkingalottó í kvöld. Miðahafinn þurfti þó að deila vinningnum með öðrum sem hafði heppnina með sér, en sá var frá Noregi.

Hvor um sig fékk því rúmlega 17,6 milljónir fyrir sinn snúð og eflaust fagna miðahafar því ákaft, enda hægt að kaupa margt fallegt fyrir slíka upphæð.

Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld tæplega 900 milljónir voru í pottinum og stefnir næsti pottur því í 1,1 milljarð. Íslendingar virðast hafa haft heppnina með sér upp á síðkastið og hafa fréttir borist um hvern vinninginn á fætur öðrum.