Sjónvarpsþáttaröðin Katla var frumsýnd á streymisveitu Netflix á þjóðhátíðardaginn í gær og hefur serían hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum.

Svo virðist sem flestir Íslendingar hafi byrjað að horfa þættina í gær og einhverjir jafnvel klárað alla seríuna í hámhorfi. Það ætti ekki að koma á óvart að þættirnir vermi nú fyrsta sæti vinsældalista Netflix hér á landi en seríunnar hefur verið beðið með óþreyju síðastliðið ár.

Líkt og alþjóð veit er Baltasar Kormákur leikstjóri þáttanna og með aðalhlutverk fara Íris Tanja Flygenring, Ingvar E. Sigurðs­son og Þor­steinn Bachman og söng­konan Guð­rún Ýr Eyfjörð. Mörgum þykir Guðrún hafa stimplað sig rækilega inn sem leikkona í þessari frumraun sinni.

Fréttablaðið tók saman lofsöng Íslendinga á Twitter þar sem fólk er ýmist orðlaust, spennt, hrætt eða með gæsahúð.