Tveir ungir kvik­mynda­gerðar­menn, þeir Óli Gunnar Gunnars­son og Vil­berg Andri Páls­son, unnu ný­lega til gull­verð­launa fyrir stutt­mynd sína Kílometrar á verð­launa­há­tíðinni In­dependent Shorts Awards í Los Angeles.

„Þetta er náttúru­lega geggjað að fá svona viður­kenningu, sér­stak­lega fyrir tvo leik­listar­nema eins og okkur! Við erum hrika­lega stoltir af myndinni og hlökkum til að sýna hana á fleiri há­tíðum bráðum - og vonandi vinna fleiri verð­laun!,“ segir Óli Gunnar, spurður um hvernig til­finningin hafi verið að hljóta verð­launin.

Myndin var skrifuð, fram­leidd, leik­stýrð og leikin af þeim Óla Gunnari og Vil­berg Andra og fjallar um tvo vini sem eru á leið í sitt­hvora áttina - einn er að flytja er­lendis í há­skóla og hinn er að flytja inn með kærustunni. Myndin gerist á kveðju­stund fyrir utan Leifs­stöð og er tekin upp í einu skoti.

Félagarnir Óli og Vilberg hlutu verðlaun sem besta leikaratvíeykið í flokknum Gold Awards.
Mynd/Skjáskot

Unnu myndina í skapandi sumar­störfum

Kíló­metrar var gerð sem hluti af skapandi sumar­störfum í Hafnar­firði en var frum­sýnd á New York Indi­e Shorts Awards há­tíðinni. Síðan var hún sýnd á Flick­fair Film Festi­val, Flor­ence Film Festi­val og nú síðast á In­dependent Shorts Awards í Los Angeles, þar sem þeir fé­lagar hlutu verð­laun sem besta leikar­at­ví­eykið (e. Best Acting Duo) í flokknum Gold Awards.

Fé­lagarnir nutu dyggrar að­stoðar hæfi­leika­fólks úr kvik­mynda­bransanum en Klara Elías, oft kennd við Nylon, fram­leiddi myndina með þeim og Ei­ríkur Ingi Böðvars­son sá um mynda­töku og eftir­vinnslu. Bogi Reynis­son sá um hljóð­upp­töku og Brynjar Unn­steins­son sá um hljóð­blöndun. Þá samdi Vil­berg lag fyrir myndina sem verður gefið út á Spoti­fy eftir nokkra daga og heitir eftir myndinni, Kíló­metrar.

Óli Gunnar hefur ekki langt að sækja leik­listar­hæfi­leikana en hann er sonur leikara­hjónanna Gunnars Helga­sonar og Bjarkar Jakobs­dóttur og hefur leikið í fjöl­mörgum sýningum í Gaflar­a­leik­húsinu auk þess sem hann er einn hand­rits­höfunda Stundarinnar okkar.