„Ég er í al­vörunni skít­hrædd,“ segir einn Ís­lendingur á Twitter um ó­veðrið sem nú gengur yfir landið í morguns­árið. Margir hverjir hafa gripið til sam­fé­lags­miðla og tjá sig þar nú um veðrið sem gengur yfir.

„Veðrið hérna er svo svaka­legt að eg hef aldrei upp­lifað annað eins. Það skelfur allt, ég held að þakið eigi eftir að rifna af. Ég er í al­vöru skít­hrædd!“ skrifaði Drífa Pá­lín Geirs, íbúi á Eyrar­bakka ef marka má Twitter á miðilinn klukkan 5 í morgun.

Aðrir taka í svipaðan streng og Drífa. „Í gær var ég al­ger jeppa­kall að norðan með kjaft, í dag er ég lítil mús heima hjá mér í Grafar­vogi skjálfandi yfir vind­hviðunum sem berja á gluggunum #lægðin,“ skrifar Ása María.

Aðrir benda á að í dag er sjálfur Valentínusar­dagurinn. Dagur rauðra veður­við­varanna. „Rauð við­vörun á Valentínusar­dagi hlýtur að vera mjög við­eig­andi,“ skrifar Heið­dís og lætur fylgja með hjarta­tákn.

„Ég held að þau pör sem byrja saman eftir fyrsta deit á Valentínusar­daginn eigi eftir að eiga frekar storma­samt sam­band. #lægðin,“ skrifar Sunna V.

Fleiri tíst Ís­lendinga um ó­veðrið má sjá hér að neðan.