Það fór aldrei svo að Ís­lendingar myndu ekki tjá sig um þá sprengju­lægð sem nú hefur gengið yfir landið. Frétta­blaðið tók saman nokkrar vel valdnar færslur á sam­fé­lags­miðlum, um lægðina, rokið og inni­veru flestra.

Þannig nær Starkaður Péturs­son senni­lega að fanga mest stemninguna í drep­fyndnu mynd­bandi sem hann birtir á Face­book. Gerir hann þar góð­lát­legt grín að frétta­mönnum, sem alla­jafna eru alltaf nokkuð svipaðir í fasi þegar það kemur að ill­viðrum líkt og þessum. „Mér tókst að skapa ís­lenskasta mynd­band í heimi,“ skrifar kappinn.

„Ég er nú ekkert blown away af þessum stormi,“ skrifar Bobby Breið­holt svo á Twitter. „Það var svo fer­lega vont veður á Akur­eyri í dag að búðir voru lokaðar í Reykja­vík!...ég rata út,“ skrifar Jón Sigurðar­son nokkur á Face­book síðuna sína. Þá biður Her­bert Guð­munds­son guð um að blessa landið.

Fleiri vel valdar færslur má lesa hér að neðan.