Það má með sanni segja að Ís­lendingar hafi glaðst á sam­fé­lags­miðlum eftir að gífur­lega jöfnum leik karla­lands­liða Ís­lands og Tyrk­lands lauk rétt í þessu. Eins og al­þjóð veit fór Ís­land með sigur af hólmi 2-1 og var um gífur­lega spennandi leik að ræða.

Þannig ræddi fólk meðal annars hvað Gylfi Þór Sigurðs­son hefði gert til að pirra fót­bolta­guðina en höfðu orð á því að hann hefði staðið sig glimrandi vel í leiknum en þrátt fyrir það hafi ekki margt gengið upp.

Þá var Jón Daða Böðvars­syni og Birki Bjarnar­syni líkt við veð­hlaupa­hesta og vinnu­fram­lag þeirra í leiknum heillaði ansi marga á sam­fé­lags­miðlum. Þá var haldið í gaman­kunnug hróp um að dómarinn ætti hrein­lega að fara út af.