Það hefur ef­laust ekki farið fram­hjá neinum að Ís­land komst upp úr undan­riðlinum í Euro­vision í kvöld í fyrsta sinn síðan árið 2014 og er ansi mikil gleði ríkjandi á mörgum bænum í kjöl­farið.

Þannig hafa net­verjar á sam­fé­lags­miðlinum Twitter keppst við að lýsa yfir kátínu sinni yfir sigri Hatara sem voru einir af tíu kepp­endum sem komust á­fram í úr­slita­keppnina næst­komandi laugar­dags­kvöld.

Virtust flestir vera á­nægðir með að geta loksins stutt Ís­land til dáða í úr­slita­keppni Euro­vision á laugar­degi og var línan „sjáumst á laugar­dag“ ansi vel notuð meðal margra eins og má sjá hér að neðan.