Lífið

Heims­meistarar í „þetta reddast“-við­horfinu

Margrét Reynisdóttir, sérfræðingur í þjónustu, segir Íslendinga vera sér á báti. Þeir geta verið svo spes að útlendingar eiga stundum erfitt með að átta sig á þeim. Hún hefur þess vegna sett saman námskeið undir yfirskriftinni „Góð ráð í samskiptum við Íslendinga!“.

Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman. NORDICPHOTOS/GETTY

Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“

Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis.

„Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.

Hún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. 

Margrét Reynisdóttir er sérfræðingur í þjónustu. fréttablaðið/ernir

Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum.

 „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét.

Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“

Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Lífið

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Lífið

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Auglýsing

Nýjast

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Selma Blair greind með MS sjúkdóminn

Saga sem er eins og lífið sjálft

Líður best í flíkum með sögu

Ástir og ör­lög taka völdin hjá Barokk­bandinu Brák

Ópera fyrir börn um tíma og plast

Auglýsing