Eins og greint var frá í kvöld er egypska Khedr-fjöl­skyldan komin með dvalar­leyfi hér á landi. Ó­hætt er að segja að mál fjöl­skyldunnar hafi vakið mikla at­hygli, enda um er að ræða hjón með fjögur börn sem eru búin að koma sér vel fyrir á Ís­landi.

Til stóð að vísa fjöl­skyldunni úr landi í síðustu viku en nú, rúmri viku eftir að fjöl­skyldan fór í felur, er hún komin með dvalar­leyfi. Magnús D. Norð­dahl, lög­maður fjöl­skyldunnar, segir að um sé að ræða sigur fyrir ís­lenskt sam­fé­lag.

Eftir að fjöl­skyldan fór í felur og sér­stak­lega eftir að lög­regla tók þá á­kvörðun að lýsa eftir henni kepptust Ís­lendingar um að lýsa yfir stuðningi við fjöl­skylduna. Vakti her­ferðin #Þaueru­hjámér mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum. Eins og gefur að skilja hafa tíðindin í kvöld vakið mikla at­hygli og tók Frétta­blaðið saman nokkrar færslur sem hafa birst á Twitter og á Facebook í kvöld.

Ég vil þakka lögmanninum Magnús Davíð Norðdahl fyrir að hætta ekki að berjast fyrir rétti sinna skjólstæðinga. Þetta er...

Posted by Helga Vala Helgadóttir on Fimmtudagur, 24. september 2020

BÖRNIN ERU KOMIN MEÐ VERND Á ÍSLANDI !! Egypsku systkinin Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa hafa fengið dvalarleyfi af...

Posted by Sema Erla Serdar on Fimmtudagur, 24. september 2020

Eftir allan hamaganginn um að svona væru nú bara reglurnar ... "Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar" Hversu margir þurfa nú að éta hattinn sinn?

Posted by Björn Leví Gunnarsson on Fimmtudagur, 24. september 2020

Nú hlýnar mörgum um hjartarætur - þetta eru góð tíðindi, og indæl tilhugsun að börnin skuli aftur geta mætt í skólann....

Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Fimmtudagur, 24. september 2020