Hin þrettán ára Sólveig Birta Hannesdóttir kemur fram í úrslitum í þýska raunveruleikaþáttarins, The Voice Kids Germany í kvöld.

Sólveig hefur heillað dómarana upp úr skónum og frammistaða hennar skilað henni sæti í úrslitakeppninni. Hún er ein af níu keppendum á aldrinum sjö til fimmtán ára.

Í fyrstu áheyrnarprufum þáttanna vildu allir fá Sólveigu í sitt lið þar sem hún söng með sinni gullfallegu röddu lagið, California Dreamin- með hljómsveitinni, The Mamas & The Papas.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu keppninnar klukkan 18:15 á íslenskum tíma sem er sýnt á sjónvarpsstöðinni ITV Studios Germany.

Þá geta Íslendingar einnig kosið á heimasíðu The Voice.