Það má með sanni segja að Ís­lendingar hafi verið á­nægðir með sína menn sem voru núna þrettándu á svið í Euro­vision og voru að enda við að flytja lagið Hatrið mun sigra.

Það þurfti svo­sem ekki að koma neinum á ó­vart að Ís­lendingar myndu flykkja sér að baki sinna kepp­enda en það er ljóst á Twitter færslum net­verja að gleðin er gífur­leg og flestir mjög sáttir með Hatara.

Þegar öll sau­tján lögin hafa verið flutt munu Ís­lendingar svo komast að því hvort að Ís­land fljúgi upp úr undan­úr­slitunum í fyrsta sinn síðan árið 2014 þegar Pollapönk gerði slíkt.