Lífið

Íslendingar eru komnir með dansdellu

Chantelle Carey danshöfundur og dansari hefur sett upp margar sýningar á Íslandi býður nú almenningi upp á námskeið í steppdansi.

Chantelle var meðhöfundur dansa fyrir Billy Elliott og Mamma mia og aðalhöfundur fyrir Bláa hnöttinn og söngleikinn Slá í gegn. Fréttablaðið/Mynd í einkaeigu

Það vita kannski ekki allir hver hún er en Chantelle Carey danshöfundur og dansari hefur starfað á Íslandi í nokkur ár bæði Borgarleikhúsinu og nú í Þjóðleikhúsinu. 

 „Ég kom upphaflega hingað með Lee Proud við vorum ráðin til að semja dansa og þjálfa dansara í Billy Elliott sem að Borgarleikhúsið setti upp og það vatt upp á sig, og hér er ég enn“, segir Chantelle en hún samdi m.a. dansana í Mamma Mia ásamt Lee Proud og í Bláa hnettinum en hennar síðasta verkefni var söngleikurinn Slá í gegn sem var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir skemmstu. 

Chantelle er ein þeirra sem þarf að hafa mörg járn í eldinum og vill gefa af sér. Í byrjun apríl stendur hún fyrir nýstárlegu námskeiði í steppdansi bæði fyrir fullorðna og börn sem að hún segir að allir geti lært.

 „Það geta allir lært að dansa og steppdans er frábær æfing því það er svo margt sem að maður fær út úr æfingunum. Dansinn styrkir ekki bara vöðvana heldur tónar þá líka og svo er dans frábær leið til að auka liðleika og er í raun æfing sem styrkir allan líkamann. Steppdansinn þjálfar einnig skynjun á takti og þeir sem eru flinkir í steppdansi fá góða tilfinningu fyrir tímasetningum og ryþma“. 

En Íslendingar eru þeir ekki óttalegir stirðbusar? „Langt því frá og það sést nú heldur betur í leikhúsum landsins. Hér er fjölmargt hæfileikaríkt fólk á öllum aldri,- ég held bara að Íslendingar séu komnir með dansdellu.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Konunglegu boðskortin engin smjörpappír

Lífið

Ástir með Ástu - Vil ekki vera viðhald

Fólk

Rokkaður stíll og áberandi skart

Auglýsing
Auglýsing