Öllum takmörkunum vegna COVID-19 verður aflétt á miðnætti og Íslendingar virðast ætla að halda upp á daginn með einu stóru partýi ef marka má færslur netverja á Twitter.

Stungið er upp á því að dagurinn í dag, 25. júní, verði nýr þjóðhátíðardagur Íslendinga, frelsisdagurinn svokallaði. Svo virðist sem ríkisstjórnin virðist styðja hugmyndir netverjar um að kíkja út á lífið, en þegar blaðamenn spurðu ráðherrana hvort þeir hyggðust kíkja út á lífið í kvöld svaraði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í góðu gríni að hún væri að sjálfsögðu svokallaður djamm-málaráðherra.

Íslendingar virðast flestir styðja þessa ákvörðun og hoppa af kæti og vilja helst faðma að sér hæstvirta ráðherra og sóttvarnalækni líkt og má sjá á færslunum hér fyrir neðan.