Plötu­snúðurinn Sunna Ben hóf ansi á­huga­verða um­ræðu á dögunum um banda­rísku gaman­þættina Fri­ends. Hún segist hafa séð tvo slíka í ræktinni um daginn og furðar sig á því hversu illa þeir eldast en í fram­haldinu hófst mikil um­ræða á sam­fé­lags­miðlinum um þættina.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá njóta þættirnir enn mikilla vin­sælda og eru meðal lang­vin­sælasta efnisins á streymis­veitunni Net­flix. Þeir hafa þó í seinni tíð verið gagn­rýndir fyrir úr­elt efnis­tök en leikarinn David Schwimmer kom þáttunum til varnar.

„Sá 2 Fri­ends þætti í ræktinni um daginn þar sem Ross hélt fram­hjá Rachel, kúgaði vini sína í­trekað til­finninga­lega fyrir að vilja líka um­gangast hana, ekki bara sig og síðar hana fyrir að vilja ekki um­gangast sig. Ef Ross væri karakter í þætti í dag væri hann 100% vondi kallinn,“ skrifar Sunna.

Hún segist hafa elskað Fri­ends meira en flestir þegar hún var krakki og ung­lingur. „Ég eigin­lega trúi því ekki hvað þeir eldast illa. Verst af öllu mögu­lega,“ skrifar Sunna en hún fær 141 við­brögð við færslunni. Margir tjá sig við færsluna og virðast flestir vera sam­mála.

„Ross er the woooorst! Horfði á þáttinn í gær þar sem hann er abbó út í Mark þegar Rachel byrjar í nýrri vinnu. Starig­ht up psycho,“ skrifar Aron­Kenobi og ýmsir taka undir. „Ross er the wooorst,“ skrifar Inga. „Ross er einn ömur­legasti sjón­varps­karakter sem er til. Skil ekki suma sem fíla hann,“ segir Leifur Örn.

Ein­hverjir koma þáttunum þó til varnar. „Ross er fyndnastur því hann er alltaf geð­veikt up­set og alltaf in the wrong, það er fkn hillarious,“ skrifar Ey­gló Hilmars­dóttir.

Tnna Árna­dóttir kemur þáttunum til varnar og tekur í svipaðan streng og sjálfur David Schwimmer. „Ok, per­sónurnar eru ekki full­komnar - en hver er það svo­sem. En karakterarnir eru samt góðir, annars væri enginn að horfa á þetta lengur. Líka hvar annars­staðar á þessum tíma varstu að sjá brúð­kaup sam­kyn­hneigðra t.d. Fyrsti þáttur - kona fer frá manni fyrir aðra konu!“

Sunna svarar henni og bendir á að um­fjöllunin um sam­kynja parið hafi ekki elst vel. „Um­fjöllun um þetta sam­kynja par í þáttnum eldist samt ekki neitt sér­stak­lega vel, mikið talað hall­æris­lega um þær og komið fá­rán­lega fram við þær. Þættirnir bæta svo upp fyrir þessi ó­væntu smekk­leg­heit sem Carol og Susan gætu verið með því að koma nóg af lé­legum homma­bröndurum að.“