Kvik­myndin Dýrið, var frum­sýnd á kvik­mynda­há­tíðinni í Cannes í dag. Myndin er frum­raun leikstjórans Valdimars Jóhanns­sonar sem skrifaði einnig hand­rit myndarinnar á­samt stór­skáldinu Sjón. Með aðal­hlut­verk í Dýrinu fara Hilmir Snær Guðna­son og sænska stjarnan Noomi Rapace en Björn Hlynur Haralds­son fer einnig með hlut­verk í myndinni.

Kollegarnir spókuðu sig á rauða dreglinum í Cannes í dag, sem reyndar var grár í þetta sinn, og má sjá myndir af þeim hér að neðan.

Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty

Orðuð við Ó­skarsverðlaun

Dýrið, eða Lamb eins og hún kallast á enskri tungu, er nú þegar orðin ein um­talaðasta myndin á Cannes, þar sem hún keppir í flokknum Un Certain Regard. Þykir hún svo lík­leg til stór­ræða að bransa­biblíurnar Varie­ty og The Hollywood Reporter hvetja fólk til þess að láta hana alls ekki fram hjá sér fara en síðar­nefndi miðillinn telur hana lík­lega til að vera framar­lega í kapp­hlaupinu um Óskars­verð­launin þetta árið.

Dýrið var al­farið tekin upp á Ís­landi og verður myndin frum­sýnd hér á landi í septem­ber. Horfa má á stiklu úr myndinni hér að neðan.

Fréttablaðið/Getty