Íslandsvinkonan Molly Mae sem margir þekkja úr raunveruleikaþáttunum Love Island undirbýr sig nú fyrir sitt næsta hlutverk, sem móðir. Samhliða því hefur hún búið til efni á samfélagsmiðla sína sem sýna frá þeim undirbúningi. Hún á von á barninu með kærastanum sínum Tommy Fury.

Í því nýjasta sýnir hún hvernig hún mjólkaði sjálfa sig en hún var orðin nokkuð áhyggjufull af því hversu þurr brjóstin voru og að engin mjólk hefði lekið úr þeim.

„Það hefur ekki einn dropi lekið úr brjóstunum á mér,“ segir Molly og að hún hafi, í tilraun til að komast að því hvort það væri mjólk, sett geirvörtuna upp í sig og reynt að fá mjólk úr brjóstunum.

Í myndbandinu, þar sem hún sýnir frá spítalatöskunni sinni, segir hún frá því að hafa rætt þetta við kærastann sinn og hafi sagt honum frá einhverjum vinkonum sínum sem hafi sagt henni að þær hafi upplifað leka allt frá tuttugustu viku meðgöngunnar og að hún hafi þess vegna verið orðin áhyggjufull.

„En ekkert gerðist,“ segir Mae í myndbandinu sem má horfa á hér að neðan.