Rapparinn og fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian, Kanye West, er byrjaður með rússnesku fyrirsætunni Irinu Shayk.

Daily mail birti mynd af nýja parinu á stefnumóti í Frakklandi nú á dögunum og héldu upp á afmæli tónlistarmannsins þann 8. júní. Þau virðast hafa þekkst í nokkur ár en þau hittust árið 2010 þegar Irina Shayk lék engil í tónlistarmynbandinu við lagið POWER.

Irina sést hér fyrir framan Kanye. Hún er með
Mynd: Skjáskot

US magazine hefur eftir heimildum sínum að Kim sé sátt við nýja sambandið, þó þau séu einungis skilin að borði og sæng.

Komin yfir Bradley Cooper

Irin­a Sha­yk er líkt og Kanye sannur Íslandsvinur. Hún var stödd á Ís­land­i árið 2019 og birti þá mynd af sér á Instagram við Jök­uls­ár­lón. Ástar­mál fyr­ir­sæt­unn­ar vöktu heimsathygli þegar hún hætti kær­ast­an­um sín­um til tveggj­a ára, leikaranum Bradl­ey Co­op­er. Þau eiga saman dótt­ur­in­a Leu De Sein­e.

Töldu margir að Irina hefði flúið til Ís­lands til að jafna sig á skilnaðinum við leikarann Bradl­ey Cooper en hún var reyndar í vinnuferð að taka upp auglýsingu fyrir kasmír peysur. Irina er mjög eftirsótt fyrirsæta og ferðast um allan heiminn í starfi sínu.