Koma einnar stærstu sam­fé­lags­miðla­stjörnu Bret­lands, Molly Mae, til Ís­lands hefur vakið at­hygli þar í landi. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá ferða­lagi hennar en Molly segist vera í „himna­ríki kósý gellna.“

Eins og Frétta­blaðið greindi frá mætti stjarnan hingað til lands fyrr í vikunni. Molly er þó án kærastans, Tommy Fury sem hún kynntist í raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land árið 2019.

Í frétt breska götu­blaðsins er greint frá því að stjarnan hafi skellt sér í Sky Lagoon í Kópa­vogi. Þá mætti Molly að sjálf­sögðu á Ham­borgara­búllu Tómasar á Geirs­götu og sendi kærastanum sneið.

„Tommi varð auð­vtað að vera með,“ skrifaði hún við mynd af ham­borgara­mál­tíð á búllunni. Breska götu­blaðið lætur þess getið að því sé ekki kunnugt um hvort stjarnan sé hér í fríi eða vegna vinnu eða bæði.

Stjarnan skellti sér meðal annars í sánu í Sky Lagoon og tók mynd af mögnuðu út­sýninu út af Kárs­nesi. Molly er ein af frægustu sam­fé­lags­miðla­stjörnum Bret­lands en ó­heppi­leg um­mæli hennar í hlað­varps­þætti í fyrra vöktu heims­at­hygli.

Þar sagði hún alla hafa 24 tíma í sólar­hringnum, óháð efna­hag eða upp­runa. Mót­mælin fóru illa ofan í fjölda fólks og var stjarnan sökuð um for­réttinda­blindu áður en hún baðst að endingu af­sökunar.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot