Felix Bergs­son, farar­stjóri ís­lenska hópsins í Euro­vision, hefur stað­fest að Ís­landi verði ekki meinuð þátt­taka á næsta ári vegna upp­á­tækis Hatara í úr­slita­keppninni í maí. Felix stað­festir þetta í um­mælum inni á Facebook hópnum „Júró­vi­sjón 2020.“

Mikil um­ræða átti sér stað um mögu­lega refsingu í garð Ís­lands eftir að með­limir Hatara brutu gegn reglum keppinnar með því að draga upp fána Palestínu í beinni út­sendingu. Sagði Páll Magnús­son, fyrr­verandi út­varps­stjóri, að hann teldi lík­legt að Hatari hefði kostað Ís­land þátt­töku í keppninni 2020.

Nokkuð lítið hefur verið að frétta af mögu­legri refsingu í garð Ís­lands en EBU til­kynnti upp­haf­lega að mögu­leg refsing yrði á­kveðin innan tveggja vikna. „Er eitt­hvað búið að heyrast í EBU um hvort Ís­land verði með 2020?“ spyr Rakel Árna­dóttir inni á Júró­vi­sjón 2020 hópnum.

„Rakel Árna­dóttir ég get hvíslað því að þér að við verðum auð­vitað með,“ skrifar Felix Bergs­son undir færsluna og því ljóst að Ís­landi verður ekki meinuð þátt­taka í keppninni sem fer fram í Rotter­dam á næsta ári.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot