Ís­land er komið í 5. sæti hvað varðar líkur á sigri í Euro­vision keppninni næst­komandi laugar­dags­kvöld eftir að fram­lag Hatara komst á­fram í úr­slitin með eftir­minni­legum hætti í gær­kvöldi. Þetta má sjá á vef­síðu Euro­visionworld þar sem haldið er utan um stuðla veð­banka.

Einungis þrír dagar eru síðan að Hatari var á niður­leið i veð­bönkum og var „Hatrið mun sigra“ komið niðr­í ellefta sæti síðustu helgi. Eftir að Hatari fór með sigur af hólmi skaust Ís­land upp í 4. sæti sam­kvæmt veð­bönkum og fljót­lega eftir að hin löndin völdu sín fram­lög fór Hatari niður en er nú kominn aftur upp.

Þá hefur einnig fram­lag Ástralíu sem kom fram á svið á undan Hatara í gær skotist upp í veð­bönkum og er Kate Miller með lagið Zero Gravity nú spáð þriðja sætinu. Holland hefur hins­vegar haldið sig á toppnum án breytinga og flestir veðjarar sem trúa því að Dun­can Laur­ence með lagið Ar­ca­de fari með sigur af hólmi.

Sjö prósent sigurlíkur samkvæmt veðbönku, En samt á leiðinni upp.
Fréttablaðið/Skjáskot