Ný kvikmynd sem ber nafnið Greenland sýnir Ísland brenna og Grænland sem fagurgræna eyju. Glæný stikla úr kvikmyndinni kom út fyrir helgi.

Skoski leikarinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler fer með aðahlutverk í kvikmyndinni ásamt brasilísku leikkonunni Morena Baccarin sem er þekkt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Deadpool.

Kvikmyndin fjallar um halastjörnu sem stefnir á jörðina sem talinn er geta útrýmt mannkyninu. Eina von mannkynsins sé neðanjarðarbyrgi á Grænlandi.

Skoski kvikmyndaleikarinn Gerard Butler fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Greenland.

Þá vekur athygli að Grænland virðist fagurgræn eyja í stiklunni en ekki er vitað hvort það sé vegna bráðnun jökla í heimi kvikmyndarinnar, vegna halastjörnunnar eða einfaldlega misskilningur hjá kvikmyndagerðafólkinu.

Í stiklunni hér fyrir neðan má sjá sekúndubrot af Evrópu springa í loft upp og Íslandi brenna , sennilega eftir smástirni. Eða ætli landið sé að klofna í tvennt eftir heljarinnar eldgos í Kötlu?