Lífið

Ís­land ó­lík­legast til sigurs í Euro­vision

Framlag Íslands í Eurovision er talið ólíklegast til að vinna keppnina.

Ari flytur lagið Our Choice í Lissabon í Portúgal í vor. Fréttablaðið/Andri Marinó

Gangi spár veðmálabanka ytra eftir mun framlag Íslands í Eurovision ekki gera neinar rósir. Vefsíðan EurovisionWorld hefur tekið saman stuðla stærstu veðmálabankanna og eru Íslendingar þar á botninum yfir lönd sem líklegust eru til að vinna keppnina, eða í 43. sæti. 

Ari Ólafsson bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins á dögunum með lagið Our Choice. Var hann í harðri samkeppni við Dag Sigurðsson sem flutti lagið Í stormi.

EurovisionWorld tekur saman spár fjórtán veðbanka og samanlagt er framlag Ísrael, Toy með Nettu, líklegast til afreka með stuðul á bilinu 3-4. Því næst koma Tékkar með lag Mikolas Josef, Lie to Me og Eistar á eftir þeim með lag Elinu Nechayeva La Forza.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Eurovision-uppnám á Facebook

Lífið

„Mér finnst lagið gott en sé það ekki komast í loka­keppnina“

Lífið

Getur léttilega sungið afturábak

Auglýsing

Nýjast

Sögufrægt einbýli á 250 milljónir

Orka náttúrunnar bætir and­rúms­loftið

Hvernig ríkið getur haldið á­fram að bruðla á fólki

Charging Center One hleðslustöð

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Auglýsing