Ísland mætti Norður Makedóníu á Laugardalsvelli í dag í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í Katar á næsta ári.
Leikurinn fór ekki eins og hafði verið vonast eftir en mark var dæmt af íslenska liðinu í seinni leikjarhelmingi vegna rangstöðu. Stuttu seinna var þó aftur skorað og svo aftur og endaði leikurinn með jafntefli.
Netverjar höfðu að vanda ýmislegt að segja um leikinn. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi en flestir voru ekki mjög hrifnir af frammistöðu íslenska liðsins, að minnsta kosti ekki fyrr en undir lok leiks.
Flottur endasprettur hjá Íslenska landsliðinu. Áfram veginn #fotbolti
— Palmar Gudmundsson (@Palmar_G) September 5, 2021
Thank god for Guðjohnsens!
— Helgi Seljan (@helgiseljan) September 5, 2021
Ekki að ég telji mig vita mikið um fótbolta en var ekki örugglega búið að fara yfir það með leikmönnum fyrir leik hvaða stöðu þeir eiga að spila og hvern þeir eiga að gefa boltann á og svona?
— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 5, 2021
Loksins fannst þjóðsöngur sem er jafn leiðinlegur og sá íslenski!! #ksi #ÁframÍsland
— Héðinn Mikk 🇮🇸 (@HedinnMikk) September 5, 2021
Ævintýrið er búið #KSI var gaman meðan það entist
— Sigurdur Arnason (@SiggiValur77) September 5, 2021
Þessi frammistaða er á pari við það versta sem gerðist í stjórnartíð Eyjólfs Sverrissonar. #fótbolti
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) September 5, 2021
Við eigum kannski séns í Vestur Makedóníu.#fotbolti
— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) September 5, 2021
Bring Lars back. Lagerback.#fótbolti #ksi #islnm #fotbolti
— Cleaveland Jones (@HeimirHermannss) September 5, 2021
sjokkerandi frammistaða, eins og enginn hafi hugmynd um eitthvað leikplan, algjört ráðaleysi,ótrúlega lélegt. #fotbolti
— Teitur Örlygsson (@teitur11) September 5, 2021
Loksins er gamla Ísland komiđ aftur#islmkd #fotbolti
— Midlifecrisiswarrior (@Midlifecrisisw1) September 5, 2021