Ísland mætti Norður Makedóníu á Laugardalsvelli í dag í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í Katar á næsta ári.

Leikurinn fór ekki eins og hafði verið vonast eftir en mark var dæmt af íslenska liðinu í seinni leikjarhelmingi vegna rangstöðu. Stuttu seinna var þó aftur skorað og svo aftur og endaði leikurinn með jafntefli.

Netverjar höfðu að vanda ýmislegt að segja um leikinn. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi en flestir voru ekki mjög hrifnir af frammistöðu íslenska liðsins, að minnsta kosti ekki fyrr en undir lok leiks.