Það er ó­hætt að segj­a að allt hafi far­ið eft­ir á­ætl­un hjá ís­lensk­a hópn­um í Tel Aviv en Hat­ar­i komst eins og all­ir vita á­fram. Blað­a­mann­a­fund­ur allr­a kepp­end­ann­a sem kom­ust á­fram fer fór fram í Expo höll­inn­i og þar sat Klem­ens Hann­ig­an, söngv­ar­i Hat­ar­a fyr­ir svör­um. Fundinum lauk rúmlega 22:30 að íslenskum tíma.

Gerði klikk-hljóð með munninum

Þeg­ar liðs­menn Hat­ar­a voru kynnt­ir til sög­unn­ar byrj­að­i Klem­ens á að gera svo­köll­uð klikk hljóð með munn­in­um sín­um. Sagð­i stjórn­and­i fund­ar­ins þá að þett­a væri grein­i­leg­a hans leið til þess að segj­a hæ.

„Við erum mjög þakk­lát fyr­ir þett­a tæk­i­fær­i. Það er aug­ljóst að kap­ít­al­ism­i er einu skref­i nær því að hrynj­a. Allt er sam­kvæmt á­ætl­un. Við vilj­um þakk­a heim­in­um, Evróp­u, öll­um fjöl­skyld­un­um, frænd­un­um, frænk­un­um, börn­un­um, barn­a­bön­un­um, öf­un­um, ömm­un­um, öll­um fyr­ir­tækj­un­um sem hafa stutt okk­ur, McDon­alds, De­utsch­eb­ank, oh það eru svo mörg, Dom­in­os. Þett­a hef­ur ver­ið ferð­a­lag en allt er að fara sam­kvæmt á­ætl­un, takk fyr­ir,“ sagð­i Klem­ens.

Spurð­ur að því hvort hann vild­i frek­ar vera í fyrr­i helm­ing eða seinn­i helm­ing úr­slit­a­keppn­inn­ar sagð­ist hann enn ekki hafa feng­ið á­ætl­un sína frá Svik­a­myll­u ehf og því væri hann ekki viss, áður en hann dró mið­ann þar sem kom fram að Hat­ar­i yrði í seinn­i hlut­an­um.

Vild­i ekki hætt­a á að vera of pól­it­ísk­ur

Þá spurð­i Stef­án Árni Páls­son, blað­a­mað­ur Vís­is, Klem­ens að því hvað það þýdd­i fyr­ir hóp eins og Hat­ar­a að kom­ast á­fram og hvort ein­hverj­ar breyt­ing­ar yrðu á at­rið­i Hat­ar­a í úr­slit­un­um.

„Frá­bær spurn­ing, takk kær­leg­a. Já, á­hug­a­vert. Sko mér finnst eins og það sé erf­itt að svar­a þess­ar­i spurn­ing­u án þess að vera of pól­it­ísk­ur. Ég vild­i að ég gæti svar­að þér heið­ar­leg­a en ég held að það yrði of um­deilt í þess­um að­stæð­um, takk fyr­ir. “

Þá fékk hann jafn­framt spurn­ing­u frá Lauf­eyj­u Helg­u Guð­munds­dótt­ur full­trú­a FÁSES á svæð­in­u, sem spurð­i hann að því hvers­u mikl­u máli það skipt­i Hat­ar­a að vera í Eur­o­vis­i­on.

„Það skipt­ir okk­ur mikl­u máli að vera í Eur­o­vis­i­on. Við vilj­um koma þeim skil­a­boð­um á fram­fær­i að hat­ur fari vax­and­i í Evróp­u og ég held eng­inn geti ver­ið ó­sam­mál­a því. Ég tel mik­il­vægt að Evróp­a muni að sam­ein­ast, muni að elsk­a og finn­i leið fyr­ir frið, ann­ars sigr­ar hatr­ið,“ sagð­i Klem­ens við lóf­a­klapp við­staddr­a.

„Þetta er erfið spurning. Má ég hugsa aðeins um þetta og svara þér á morgun?“ sagði söngvarinn svo þegar hann var spurður að því hvar liðsmenn Hatara vildu vera í röðinni.