Ís­lenski Euro­vision hópurinn ætlar að halda lítið ó­vænt ís­lenskt partý á mið­viku­dags­kvöldið í Tel Aviv en þetta kemur fram í skila­boðum Felix Bergs­sonar, farar­stjóra ís­lenska hópsins til íslenskra blaða­manna á svæðinu.

Partýið verður haldið í fé­lags­mið­stöðinni Cher­ner Hou­se og er boðs­bréfið í partýið á ensku. Þar kemur fram að boðið sé til ró­legrar og ítar­legrar í­hugunar um dystópíska fram­tíðina sem bíði okkar allra ef ekki takist að tækla kapítal­ismann eins fljótt og auðið er.

Er fólk beðið um að hemja sig upp að vissu marki, þó beisli og svipur séu val­kvæðar. Kemur fram að hópurinn vilji eiga skemmti­lega stund saman fjarri mynda­vélum og við­tölum og verða drykkir í boði.

Vonandi verður um sann­kallað fagnaðar­partý að ræða en líkt og al­þjóð veit mun Hatari koma til með að keppa í fyrri undan­keppninni á þriðju­dags­kvöld þar sem sveitin verður sú þrettánda á svið og freistar þess að verða fyrsta ís­lenska fram­lagið til að komast í úr­slita­keppnina síðan 2014.