Fram­lag Ís­lands í Euro­vision, með Hækkandi sól með Systrum, heldur á­fram að hækka í veð­bönkum eftir seinni undan­riðilinn sem fram fór í gær­kvöldi.

Eftir glæsi­legan flutning lagsins á þriðju­dags­kvöld fór það upp um átta sæti í veð­bönkum og var þeim spáð 23. sæti fyrir seinni undan­riðilinn í gær­kvöldi. Eftir að úr­slit lágu fyrir rauk það upp í 20. sæti og nú í morguns­árið er lagið í 19. sæti sam­kvæmt veð­bönkum.

Úkraína er sem fyrr sem sigur­strang­legast og sam­kvæmt tölum Euro­visionworld eru taldar 57% líkur á að Úkraína vinni keppnina í ár. Þar á eftir koma Bretar og Svíar.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær­kvöldi að fari svo að Úkraína vinni keppnina geti allt eins farið svo að keppnin verði haldin á Ís­landi að ári.